Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2019 19:30 Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira