Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2019 19:30 Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Utanríkismál Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Utanríkismál Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira