Fótbolti

Ronaldo skorað fimmtán tímabil í röð í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar markinu í gær.
Ronaldo fagnar markinu í gær. vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði þriðja mark Juventus er liðið vann 3-0 sigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli í D-riðli Meistaradeild Evrópu í gær.

Gonzalo Higuain kom Juventus yfir eftir sautján mínútur og Federico Bernardeschi skoraði annað markið á 62. mínútu. Ronaldo skoraði svo þriðja markið á 89. mínútu.

Þetta er fimmtánda árið í röð sem Portúgalinn skorar í Meistaradeildinni. Fyrsta tímabilið skoraði hann 2005/2006 er hann lék með Man. Utd og síðan hefur þetta bara haldið áfram.







Juventus er með fjögur stig eftir tvo leikina í riðlinum en þeir gerðu jafntefli við Atletico Madrid í 1. umferðinni.


Tengdar fréttir

Þægilegur sigur Juventus

Juventus vann þægilegan sigur á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu. Atletico Madrid og Paris Saint-Germain unnu útisigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×