Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 18:35 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20. Utanríkismál Víglínan Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20.
Utanríkismál Víglínan Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira