Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 18:35 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20. Utanríkismál Víglínan Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20.
Utanríkismál Víglínan Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira