„Félagið er rotið inn að beini og við gætum fallið í ár“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2019 10:30 Úr leik Newcastle og Man. Utd í gær. vísir/getty Það er lítil gleði yfir Manchester United þessa dagana en félagið er í mikilli lægð ef litið er inn á knattspyrnuvöllinn. Man. Utd hefur byrjað skelfilega og er í 12. sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki en þetta er versta byrjun Man. Utd í 30 ár. Liðið gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag og tapaði svo fyrir Newcastle í gær. Einn vonsvikinn stuðningsmaður hringdi inn á útvarpsstöð BBC er verið var að ræða enska boltann og hann hafði áhyggjur. „Félagið er rotið inn að beini. Stjórnin, leikmennirnir, stjórinn, Ed Woodward. Þetta er rotið inn að beini,“ sagði ósáttur stuðningsmaður sem hringdi inn í gær. „Við erum með Matic sem getur ekki gefið boltann meira en fimm metra og hann gefur hann til hliðar eða til baka. Við erum svo með McTominay og spilum með tvo varnarsinnaða miðjumenn í hverri viku!“"Our season's over. We're not going to win anything. We could even get relegated."#MUFC have made their worst start to a league season for 30 years - and sit just two points outside the bottom three. This fan says the club is "rotten to the core" #BBC606pic.twitter.com/wQ9E12AfRr — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) October 7, 2019 „Það er engin sköpun í liðinu. Það lítur út fyrir að Rashford sé alveg sama. Tímabilinu er lokið. Við erum ekki að fara vinna bikarinn, deildarbikarinn, deildina né Evrópudeildina.“ „Ég held að við séum að fara í gegnum 30 ár eins og Liverpool þar sem við vinnum ekki deildina. Við gætum mögulega fallið,“ en þá greip Robbie Savage, einn spekingur þáttarins, inn í og sagði að Man. Utd myndi ekki falla. „Robbie, þú hefur séð okkur spila á leiktíðinni. Skorum við mörk, fyrir utan Chelsea leikinn? Nei. Liverpool mun vinna okkur í næsta leik 4-0,“ sagði ósáttur John. Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Það er lítil gleði yfir Manchester United þessa dagana en félagið er í mikilli lægð ef litið er inn á knattspyrnuvöllinn. Man. Utd hefur byrjað skelfilega og er í 12. sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki en þetta er versta byrjun Man. Utd í 30 ár. Liðið gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag og tapaði svo fyrir Newcastle í gær. Einn vonsvikinn stuðningsmaður hringdi inn á útvarpsstöð BBC er verið var að ræða enska boltann og hann hafði áhyggjur. „Félagið er rotið inn að beini. Stjórnin, leikmennirnir, stjórinn, Ed Woodward. Þetta er rotið inn að beini,“ sagði ósáttur stuðningsmaður sem hringdi inn í gær. „Við erum með Matic sem getur ekki gefið boltann meira en fimm metra og hann gefur hann til hliðar eða til baka. Við erum svo með McTominay og spilum með tvo varnarsinnaða miðjumenn í hverri viku!“"Our season's over. We're not going to win anything. We could even get relegated."#MUFC have made their worst start to a league season for 30 years - and sit just two points outside the bottom three. This fan says the club is "rotten to the core" #BBC606pic.twitter.com/wQ9E12AfRr — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) October 7, 2019 „Það er engin sköpun í liðinu. Það lítur út fyrir að Rashford sé alveg sama. Tímabilinu er lokið. Við erum ekki að fara vinna bikarinn, deildarbikarinn, deildina né Evrópudeildina.“ „Ég held að við séum að fara í gegnum 30 ár eins og Liverpool þar sem við vinnum ekki deildina. Við gætum mögulega fallið,“ en þá greip Robbie Savage, einn spekingur þáttarins, inn í og sagði að Man. Utd myndi ekki falla. „Robbie, þú hefur séð okkur spila á leiktíðinni. Skorum við mörk, fyrir utan Chelsea leikinn? Nei. Liverpool mun vinna okkur í næsta leik 4-0,“ sagði ósáttur John.
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira