Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:00 Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og Mark Warner, varaformaður. AP/Jacquelyn Martin Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira