Innlent

Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Klakinn við Hörpu táknar loftlagsbreytingar, enda mun hann bráðna meðan Hringborð Norðurslóða stendur yfir.
Klakinn við Hörpu táknar loftlagsbreytingar, enda mun hann bráðna meðan Hringborð Norðurslóða stendur yfir. Vísir/Vilhelm

Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun.



Þingið sækja um tvö þúsund þátttakendur frá hátt í sextíu löndum og í 188 málstofum með rúmlega 600 ræðumönnum, mun, eins og segir í tilkynningu, birtast hin nýja heimsmynd sem nú er í mótun þar sem Norðurslóðir eru í vaxandi mæli vettvangur allra helstu forysturíkja veraldar.

Klakarnir við Hörpu í dag.Vísir/Vilhelm

Klakinn, sem er hluti af þátttöku grænlenska sveitarfélagsins Sermersooq, er táknrænn fyrir þær loftlagsbreytingar sem nú eiga sér stað og munu gestir hringborðsins geta fylgst með klakanum bráðna á meðan þingið stendur yfir.

Koma verður í ljós hve lengi klakarnir verða að bráðna á planinu við Hörpu.Vísir/Vilhelm

Þing Hringborðs Norðurslóða sækir fjöldi forystufólks frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Japan, Kóreu, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri ríkjum auk þess sem íslenskir ráðherrar, vísindamenn, umhverfissinnar og stjórnendur fyrirtækja munu taka virkan þátt í þinginu. Þ



ingið er einnig opið íslenskum almenningi og hafa nokkur hundruð sæti verið tekin frá í þessu skyni. Íslenskir þátttakendur þurfa hinsvegar að skrá sig á vefsíðunni ArcticCircle.org.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×