Sveitarfélagið Hornafjörður

Fréttamynd

Klappar fyrir ferða­löngunum í ó­veðrinu

Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn opinn á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð manns bjargað af þjóð­vegi 1

Tuttugu og fimm björgunarsveitamenn komu um tvö hundruð manns til bjargar þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í dag. Unnið er að því að koma fólkinu af fjöldahjálparstöð á Hofi í Öræfum að Hnappavöllum, þar sem það fær að gista í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð

Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá.

Innlent
Fréttamynd

Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri

Mikill harmleikur átti sér stað í ágústmánuði árið 2007 þegar tveir þýskir ferðamenn týndust á Svínafellsjökli. Í fimm daga stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir þar sem á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna leituðu mannanna, en án árangurs. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdi björgunarsveitarmönnunum eftir á fjórða og fimmta degi leitarinnar, í stórbrotnu umhverfi Svínafellsjökuls.

Lífið
Fréttamynd

Hvað er eigin­lega í vatninu á Höfn í Horna­firði?

Höfn í Hornafirði sannar enn og aftur að margur sé knár þótt hann sé smár. Þegar Creditinfo birti nýlega árlegan lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins vakti athygli að í þessu rúmlega 1.800 manna bæjarfélagi eiga sautján Framúrskarandi fyrirtæki aðsetur. Til samanburðar eru 16 slík fyrirtæki í Vestmannaeyjum (um 4.470 íbúar), 19 á Akranesi (um 8.300 íbúar) og 26 í Mosfellsbæ (13.715 íbúar).

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Á­ætlanir Bláa lónsins varði alla heims­byggðina

Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að.

Innlent
Fréttamynd

Ætlað að verða nýtt ís­lenskt kenni­leiti á heims­mæli­kvarða

Nýr baðstaður og hótel Bláa lónsins við Hoffellsslón og Hoffellsjökul á Suðausturlandi á að vera bygging á heimsmælikvarða og er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og munu færustu hönnuðir verða fengnir til þess að hanna staðinn. Gestir eiga að geta upplifað allt í senn; heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“

„Ég hef held ég aldrei farið út í svona mikla óvissu. Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar, ekki þegar við keyrðum af stað, löbbuðum af stað eða fórum að klifra. Það er til mjög lítið af upplýsingum,“ segir Garpur Elísabetarson um ferðalag sitt upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum.

Lífið
Fréttamynd

Verk­takar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi

Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lagið og út­gerðar­menn byggja nýjan mið­bæ á Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17

Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á.

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni.

Innlent
Fréttamynd

Guð­jón Ragnar skipaður skóla­meistari

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi.

Innlent