Geimveruunnendur mættu til Nevada til að brjótast inn á Svæði 51 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 11:25 Margir þeirra sem mættu á Area 51 voru klæddir geimverubúningum. ap/John Locher Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira