Geimveruunnendur mættu til Nevada til að brjótast inn á Svæði 51 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 11:25 Margir þeirra sem mættu á Area 51 voru klæddir geimverubúningum. ap/John Locher Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira