Þú sagðir þetta Katrín Daníel Isebarn Ágústsson skrifar 23. september 2019 21:34 Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun