Þú sagðir þetta Katrín Daníel Isebarn Ágústsson skrifar 23. september 2019 21:34 Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun