Reykjavík eftirbátur minni sveitarfélaga í mikilvægum málum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. september 2019 11:37 Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hin svokölluðu heimsmarkmið. Þau fela í sér að stefna skal að því að gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030 með því að vinna að sautján tilgreindum markmiðum, m.a. að útrýma fátækt, útrýma hungri, tryggja öllum menntun og tryggja jafnrétti kynjanna. Í febrúar síðastliðinn lagði Flokkur fólksins fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis að Reykjavíkurborg innleiddi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti og að hugað yrði sérstaklega að innleiðingu þeirra í leik- og grunnskóla. Þessi tillaga var felld með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar. Rökstuðningur meirihlutans fyrir að fella tillöguna var sá að slík innleiðing væri ekki praktísk samhliða innleiðingu menntastefnunnar. Aðrir hafa þó sýnt betra fordæmi. Nýlega ákvað Kópavogur að innleiða heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna í stefnu sína. Það sem er ekki praktískt í Reykjavík vefst því ekki fyrir þeim í Kópavogi. Felst vandi meirihluta borgarstjórnar mögulega í því að það sé ekki praktískt að samþykkja tillögur sem minnihlutinn leggur til? Reykjavík ætlar greinilega ekki að taka forystu í innleiðingu heimsmarkmiðanna en nú er kominn tími til að fylgja fordæmi Kópavogs og endurskoða þessa tillögu í ljósi þess að sambærileg tillaga var þar innleidd án vandræða. Látum ekki flokkspólitík koma í veg fyrir uppbyggilegt starf í þágu framtíðarinnar. Innleiðum heimsmarkmiðin í leik- og grunnskólastarf Reykjavíkur.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hin svokölluðu heimsmarkmið. Þau fela í sér að stefna skal að því að gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030 með því að vinna að sautján tilgreindum markmiðum, m.a. að útrýma fátækt, útrýma hungri, tryggja öllum menntun og tryggja jafnrétti kynjanna. Í febrúar síðastliðinn lagði Flokkur fólksins fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis að Reykjavíkurborg innleiddi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti og að hugað yrði sérstaklega að innleiðingu þeirra í leik- og grunnskóla. Þessi tillaga var felld með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar. Rökstuðningur meirihlutans fyrir að fella tillöguna var sá að slík innleiðing væri ekki praktísk samhliða innleiðingu menntastefnunnar. Aðrir hafa þó sýnt betra fordæmi. Nýlega ákvað Kópavogur að innleiða heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna í stefnu sína. Það sem er ekki praktískt í Reykjavík vefst því ekki fyrir þeim í Kópavogi. Felst vandi meirihluta borgarstjórnar mögulega í því að það sé ekki praktískt að samþykkja tillögur sem minnihlutinn leggur til? Reykjavík ætlar greinilega ekki að taka forystu í innleiðingu heimsmarkmiðanna en nú er kominn tími til að fylgja fordæmi Kópavogs og endurskoða þessa tillögu í ljósi þess að sambærileg tillaga var þar innleidd án vandræða. Látum ekki flokkspólitík koma í veg fyrir uppbyggilegt starf í þágu framtíðarinnar. Innleiðum heimsmarkmiðin í leik- og grunnskólastarf Reykjavíkur.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar