Fjárfest í hagvexti framtíðar Sigurður Hannesson skrifar 11. september 2019 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar