Gefðu framtíðinni forskot Ketill Berg Magnússon skrifar 12. september 2019 07:00 Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ketill Berg Magnússon Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar