Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði? Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun