Hagsmunir Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2019 07:00 Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun