Hagsmunir Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2019 07:00 Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Umræða um varnarmál og hlutverk varnarsvæðisins í Keflavík hefur að undanförnu skotið upp kollinum. Tengist hún bæði vaxandi áhuga stórveldanna á norðurslóðum og fyrirhugaðri uppbyggingu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óhætt að taka undir hugmyndir Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að Alþingi eigi síðasta orðið í þessum málum en hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis. Það getur ekki talist annað en eðlilegt að lýðræðisleg umræða eigi sér stað um þessi mál. Utanríkisráðuneytið lét í vor framkvæma viðamikla könnun um viðhorf til utanríkismála. Almennt eru Íslendingar jákvæðir gagnvart alþjóðasamstarfi en áberandi mestur stuðningur er við norrænt samstarf. Þá er einnig mikill stuðningur við aðild að Sameinuðu þjóðunum, Mannréttindaráði SÞ og Norðurskautsráðinu. Minnstur stuðningur mælist hins vegar við varnarsamstarf Íslands við Bandaríkin. Rúm 37 prósent eru jákvæð út í samstarfið en tæp 28 prósent neikvæð og um 35 prósent hlutlaus. Stuðningur við aðild Íslands að NATO er öllu meiri en tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gagnvart henni. Tæpur þriðjungur er hlutlaust og tæpur fimmtungur er neikvæður. Samt njóta aðeins varnarsamstarf við Bandaríkin og þátttaka í starfi Alþjóðabankans minni stuðnings en aðildin að NATO af þeim tíu samstarfsvettvöngum sem spurt var um. Þótt ekki sé meirihlutastuðningur við útgöngu úr NATO er ljóst að Íslendingar vilja fara varlega í uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Umræða um varnarmál á Alþingi hefur frá því að herinn yfirgaf landið 2006 verið takmörkuð. Vonandi mun frumvarp Kolbeins verða tekið á dagskrá strax í haust og málefnaleg umræða fara fram um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Sökum herleysis mun Ísland aldrei verða fullgildur aðili að NATO í raun. Spyrja má hvort Ísland gæti náð fram sínum markmiðum í varnarmálum án fullgildrar aðildar. Það má ekki gera lítið úr nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum þótt ógnirnar séu aðrar en á tímum kalda stríðsins. Sífellt meiri umræða og kraftur hefur á undanförnum árum færst í norræna samvinnu á þessu sviði. Þar eigum við Íslendingar að taka þátt af fullum krafti. Finnar og Svíar eru ekki aðilar að NATO en vinna engu að síður náið með bandalaginu. Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun