Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson skrifar 4. september 2019 07:00 Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Skóla - og menntamál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar