Skuggi karla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun