Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 18:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira