Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr? Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar 9. september 2019 09:16 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun