Pedersen: Hef ekki hugsað út í framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 20:03 Pedersen sagði að íslenska sóknin hefði hrokkið í baklás eftir því sem leið á leikinn. vísir/bára Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15