Körfubolti

Kobe Bry­ant á enn­þá lang­vinsælustu skóna í NBA

Siggeir Ævarsson skrifar
Bam Adebayo í skóm sem heiðruðu minningu Kobe í stjörnuleiknum árið 2020.
Bam Adebayo í skóm sem heiðruðu minningu Kobe í stjörnuleiknum árið 2020. EPA/NUCCIO DINUZZO

Körfuboltaskór eru ekki bara körfuboltaskór. Þetta vita leikmenn í NBA vel sem og fjölmargir aðdáendur en körfuboltaskór ganga kaupum og sölum bæði nýir og notaðir og oft fyrir svimandi háar upphæðir. 

Michael Jordan ruddi án vafa brautina þegar kom að samkrulli NBA stjarna og vörumerkja en Kobe Bryant ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í dag þegar kemur að skóm. Í dag eru yfir 130 leikmenn sem leika í skóm með eru kenndir við Kobe.

Eins og sést er Kobe í algjörum sérflokki með sína skó í deildinni í dagCharting Hoops

Því fer fjarri að allir leikmenn deildarinnar séu svo heppnir að vera með nafnið sitt hengt á skó en slíkum samningum fylgja alla jafna gríðarlega háar upphæðir fyrir leikmenn. Þrátt fyrir að Kobe hafi fallið frá árið 2020 eru skórnir hans ennþá gríðarlega vinsælir og í raun kemst enginn annar leikmaður með tærnar þar sem skórnir hans Kobe hafa hælana.

Þá eru Nike skór einnig í algjörum sérflokki, en af fimm vinsælustu skónum á Nike alla. Adidas eru næstir á blað með skó sem eru kenndir við James Harden en Adidas bauð Harden á sínum tíma 200 milljónir dollara fyrir að skipta úr Nike yfir í Adidas.

Þá er einnig athyglisvert að í fjórða sæti eru skór sem kenndir eru við Sabrina Ionescu, sem leikur í WNBA. Það þýðir að á topp fimm listanum yfir vinsælustu skóna í NBA deildinni eru tvær tegundir kenndar við leikmenn sem leika ekki í deildinni.

Af þeim ellefu skóm sem Nike gerði í samvinnu við Kobe, eru Kobe 6 langvinsælastir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Skórnir komu fyrst á markað árið 2011 og eru af mörgum taldir bestu skórnir sem komu úr þessu samstarfi.

Kobe 6 ber höfuð og herðar yfir aðra Kobe skó.Charting Hoops

Nike er í algjörri yfirburðastöðu þegar kemur að skóm í NBA deildinni. Adidas kemur þar á eftir en hlutfallið er í raun hverfandi í samanburði við risann Nike. Adidas er þó eina vörumerkið fyrir utan Nike sem á fleiri en eina skó kennda við leikmenn á topplistanum, þá James Harden, Donovan Mitchell og Damian Lillard.

Nike í sérflokkiCharting Hoops
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×