Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2025 09:02 Ruben Amorim situr í heitu sæti. epa/ADAM VAUGHAN Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira