Körfubolti

Angel Reese í hálfs leiks bann

Siggeir Ævarsson skrifar
Angel Reese er komin í bann
Angel Reese er komin í bann Michael Hickey/Getty Images

Stjórnendur Chicago Sky í WNBA hafa sett Angel Reese í bann eftir að hún viðhafði óviðeigandi ummæli að þeirra mati um liðið og liðsfélaga sína. Bannið er þó aðeins hálfur leikur.

Ummælin komu eftir leik Sky og Connecticut Sun þar sem Reese fékk sína áttundu tæknivillu á leiktíðinni og var því sjálfkrafa í banni á föstudag þegar liðið tapaði gegn Indiana Fever. Reese sagði m.a. að liðið ætti ekki að „sætta sig við sama kjaftæði og þetta tímabil“ og að liðið „yrði að sækja frábæra leikmenn“ annars myndi hún íhuga að leita á önnur mið.

Reese ku þegar hafa beðið liðsfélaga sína afsökunar á ummælunum og refsingin er eins og áður sagði hálfs leiks bann og mun hún missa af fyrri hálfleik í næsta leik liðsins. 

Chicago Sky situr í næst neðsta sæti WNBA deildarinnar og hefur liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×