Utanríkisráðherra ber að segja af sér Benedikt Lafleur skrifar 22. ágúst 2019 14:26 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun