Dýr í útrýmingarhættu minna vernduð samkvæmt nýrri löggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 17:53 Skallaörninn var í útrýmingahættu fyrir nokkrum árum síðan en stofninn hefur náð sér aftur á rétt strik. getty/Raymond Boyd Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum. Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum.
Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira