Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 07:45 „Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun