Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 07:45 „Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun