Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun