Bandaríski körfuboltamaðurinn DJ Cooper var dæmdur í tveggja ára bann af FIBA, Alþjóða körfuknattleiksambandinu, fyrir að nota þvagprufu annarrar manneskju í lyfjaprófi.
Upp komst um svindl Coopers þegar niðurstöður lyfjaprófsins sýndu að hann væri barnshafandi.
Cooper hafði þá notað þvagprufu vinkonu sinnar sem var ólétt. Hvorugt þeirra vissi þó að hún væri þunguð.
Cooper hinn „ólétti“ var umsvifalaust dæmdur í bann fyrir svindlið. Hann fór í lyfjaprófið í fyrra þegar hann freistaði þess að fá að spila með bosníska landsliðinu. Einhver bið verður á því en bannið gildir til 20. júní 2020.
Cooper, sem er 28 ára, rifti samningi sínum við franska liðið Monaco síðasta haust vegna „fjölskylduástæðna“.
Hann hefur átt fínan feril í Evrópu og var m.a. valinn besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17.
Körfuboltamaður fór í lyfjapróf og komst að því hann væri "óléttur“
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti