Gunnar Ólafsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við spænska B-deildarliðið Oviedo Club Baloncesto. Karfan.is greinir frá.
Gunnar rifti samningi sínum við Keflavík í sumar og ætlaði að reyna að finna sér lið erlendis sem honum tókst.
Gunnar lék með Keflavík í fyrra en hann kom aftur liðsins eftir að hafa leikið með St. Francis-háskólanum í New York í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið.
Gunnar er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni undankeppni EM 2021.
Á miðvikudaginn tapaði Ísland naumlega fyrir Portúgal, 80-79, á útivelli. Íslenska liðið mætir því svissneska í Laugardalshöllinni á morgun.
