Eftirlitshlutverk LMFÍ og upplýsingaskylda lögmanna Lárus Sigurður Lárusson skrifar 31. júlí 2019 15:25 Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun