Að lifa lengur og lengur Þorvaldur Gylfason skrifar 25. júlí 2019 08:00 Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun