Hvalreki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun