Um nauðsyn orkustefnu Logi Már Einarsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Logi Einarsson Orkumál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun