Um nauðsyn orkustefnu Logi Már Einarsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Logi Einarsson Orkumál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun