Frjálslyndi fyrir hina fáu? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Sumir málsvarar ríkisstjórnarinnar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett samasemmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna. Óli Björn Kárason lýsir þessum áhyggjum vel í nýlegri Morgunblaðsgrein. Þær virðast jafnvel þrúgandi þegar hann segir: „Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina.“ Þingmaðurinn nefnir síðan nokkur umkvörtunarefni sem hann telur að sýni villandi hugtakanotkun þeirra sem ekki fylgja ríkisstjórninni að málum.Fyrsta umkvörtun Í fyrstu umkvörtun sinni fjallar þingmaðurinn um stjórnlyndi og segir: „Góðhjartaðir stjórnmálamenn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöðugt á vaktinni svo almenningur fari sér ekki að voða.“ Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langflestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar. Í þessu samhengi segir þingmaðurinn einnig: „Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.“ Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóflur, nema flórskóflur. Önnur umkvörtun Í öðru umkvörtunarefni sínu segir þingmaðurinn að frjálslyndi samtímans felist í því að grafa undan krónunni. Það peningakerfi sem þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn eru að verja felur í sér að eigendur stóru útgerðarfyrirtækjanna mega starfa utan krónuhagkerfisins og njóta ávinnings af því. En verkafólkið sem hjá þeim vinnur er bundið í krónuhagkerfinu og þarf að færa þær fórnir sem því fylgja. Ég leyfi mér að efast um að þingmaðurinn trúi því sjálfur að sérhagsmunagæslu af þessu tagi megi tengja við nútímann og frjálslynda hugsun. Jafnvel í fullveldislögunum frá 1918 var ákvæði um aðild Íslands að Norræna myntbandalaginu. Sú aðild var eins og kunnugt er ein af helstu forsendum nýsköpunarbyltingarinnar í sjávarútvegi í byrjun síðustu aldar. Þriðja umkvörtun Þriðja umkvörtunarefni þingmannsins er að stöðugt þyngri álögur á sjávarútveginn séu kappsmál nútímalegs stjórnmálamanns. Fyrir utan hið sjálfsagða að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar snýst ágreiningurinn um sjávarútveginn fyrst og fremst um tvennt: Þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn vilja að veiðiréttur útgerðanna sé ótímabundinn en andstæðingarnir að hann sé afmarkaður í tíma. Þingmaðurinn vill að endurgjald útgerðanna felist í viðbótar tekjuskatti en andstæðingarnir vilja að verðmæti veiðiréttarins ráðist á markaði. Hvar er frjálslyndið? Hvar er nútíminn? Fjórða umkvörtun Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málflutningi andstæðinganna sem þingmaðurinn telur stangast á við fullveldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld? Fimmta umkvörtun Í fimmta umkvörtunarefni sínu finnst þingmanninum að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sýni ekki nægjanlegt umburðarlyndi gagnvart öndverðum skoðunum innan hans um þriðja orkupakkann. Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðisflokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokkurinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum. Sjötta umkvörtun Sjötta umkvörtunarefnið er að þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einnig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn? Niðurstaða Hafa verður í huga að Óli Björn Kárason er einn áhrifaríkasti hugmyndasmiðurinn í röðum ríkisstjórnarflokkanna. Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raunverulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við nútímann og frjálslyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvartanir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir málsvarar ríkisstjórnarinnar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett samasemmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna. Óli Björn Kárason lýsir þessum áhyggjum vel í nýlegri Morgunblaðsgrein. Þær virðast jafnvel þrúgandi þegar hann segir: „Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina.“ Þingmaðurinn nefnir síðan nokkur umkvörtunarefni sem hann telur að sýni villandi hugtakanotkun þeirra sem ekki fylgja ríkisstjórninni að málum.Fyrsta umkvörtun Í fyrstu umkvörtun sinni fjallar þingmaðurinn um stjórnlyndi og segir: „Góðhjartaðir stjórnmálamenn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöðugt á vaktinni svo almenningur fari sér ekki að voða.“ Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langflestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar. Í þessu samhengi segir þingmaðurinn einnig: „Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.“ Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóflur, nema flórskóflur. Önnur umkvörtun Í öðru umkvörtunarefni sínu segir þingmaðurinn að frjálslyndi samtímans felist í því að grafa undan krónunni. Það peningakerfi sem þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn eru að verja felur í sér að eigendur stóru útgerðarfyrirtækjanna mega starfa utan krónuhagkerfisins og njóta ávinnings af því. En verkafólkið sem hjá þeim vinnur er bundið í krónuhagkerfinu og þarf að færa þær fórnir sem því fylgja. Ég leyfi mér að efast um að þingmaðurinn trúi því sjálfur að sérhagsmunagæslu af þessu tagi megi tengja við nútímann og frjálslynda hugsun. Jafnvel í fullveldislögunum frá 1918 var ákvæði um aðild Íslands að Norræna myntbandalaginu. Sú aðild var eins og kunnugt er ein af helstu forsendum nýsköpunarbyltingarinnar í sjávarútvegi í byrjun síðustu aldar. Þriðja umkvörtun Þriðja umkvörtunarefni þingmannsins er að stöðugt þyngri álögur á sjávarútveginn séu kappsmál nútímalegs stjórnmálamanns. Fyrir utan hið sjálfsagða að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar snýst ágreiningurinn um sjávarútveginn fyrst og fremst um tvennt: Þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn vilja að veiðiréttur útgerðanna sé ótímabundinn en andstæðingarnir að hann sé afmarkaður í tíma. Þingmaðurinn vill að endurgjald útgerðanna felist í viðbótar tekjuskatti en andstæðingarnir vilja að verðmæti veiðiréttarins ráðist á markaði. Hvar er frjálslyndið? Hvar er nútíminn? Fjórða umkvörtun Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málflutningi andstæðinganna sem þingmaðurinn telur stangast á við fullveldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld? Fimmta umkvörtun Í fimmta umkvörtunarefni sínu finnst þingmanninum að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sýni ekki nægjanlegt umburðarlyndi gagnvart öndverðum skoðunum innan hans um þriðja orkupakkann. Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðisflokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokkurinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum. Sjötta umkvörtun Sjötta umkvörtunarefnið er að þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einnig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn? Niðurstaða Hafa verður í huga að Óli Björn Kárason er einn áhrifaríkasti hugmyndasmiðurinn í röðum ríkisstjórnarflokkanna. Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raunverulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við nútímann og frjálslyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvartanir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu.Höfundur er formaður Viðreisnar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun