Kleinuhringir eða kaffi? Árný Björg Blandon skrifar 2. júlí 2019 13:33 Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Neytendur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með.