Aldrei fleiri sparkvissir í heimsókn á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:35 Fjölnir verður að sjálfsögðu með sína fulltrúa á svæðinu. Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst. Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst.
Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira