Aldrei fleiri sparkvissir í heimsókn á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:35 Fjölnir verður að sjálfsögðu með sína fulltrúa á svæðinu. Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst. Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst.
Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira