Aldrei fleiri sparkvissir í heimsókn á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:35 Fjölnir verður að sjálfsögðu með sína fulltrúa á svæðinu. Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst. Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst.
Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira