Óli Kristjáns ræddi um félagaskiptagluggann og stöðuna á Gunnari Nielsen Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira