Stjórn félags grunnskólakennara dregur lappirnar Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 30. júní 2019 15:32 Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar