Stjórn félags grunnskólakennara dregur lappirnar Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 30. júní 2019 15:32 Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun