Eitt leyfisbréf og framhald málsins Guðríður Arnardóttir skrifar 21. júní 2019 13:43 Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun