Til hamingju með háskólaprófið! Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar