Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. júní 2019 08:30 Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. Hvað er þá til ráða þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum er afar mikil – raunar þriðjungur allrar þeirrar losunar sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu? Svarið er að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja bílaflotann okkar áfram. Þess í stað þurfum við að nota endurnýjanlega orku. Annað er ósjálfbært. Við þurfum að ná orkuskiptum í vegasamgöngum. Við eigum þegar að baki álíka byltingu þegar við hættum að brenna kolum til að kynda upp húsin okkar og komum þess í stað upp hitaveitu. Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla árið 2030 er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og bílaorkuskiptin ganga raunar vel. Ísland er nú í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar nýskráningar rafbíla, auk þess sem stjórnvöld kynntu fyrr í vikunni aðgerðir sem skipta miklu til að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega fyrir sig.Fjárfesting upp á milljarð Fjármagni verður veitt til uppbyggingar hraðhleðslustöðva um allt land, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Mikilvægt er að koma upp þéttu neti af stöðvum til að koma í veg fyrir sóun og offjárfestingu fólks í stórum og langdrægum rafhlöðum. Einnig verður ráðist í sérstakt verkefni með ferðaþjónustunni, enda áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi afar mikil. Tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi eru bílaleigubílar og lykilatriði að ná þar fram orkuskiptum, þar sem bílaleigubílar verða síðar að heimilisbílum landsmanna þegar þeir eru seldir á eftirmarkaði. Fram undan er síðan að fullvinna tillögur varðandi metan, vetni, lífeldsneyti, orkuskipti í almenningssamgöngum og fleiri mikilvæga þætti. Tilkynnt var um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta á árunum 2019-2020 en heildarfjárfestingin eingöngu af þessari fyrstu upphæð gæti slagað hátt í milljarð, enda er gert ráð fyrir mótframlögum við veitingu fjárfestingarstyrkjanna. Við höfum allt hér á landi sem þarf til að vera í fararbroddi í heiminum í orkuskiptum í samgöngum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Samgöngur Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. Hvað er þá til ráða þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum er afar mikil – raunar þriðjungur allrar þeirrar losunar sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu? Svarið er að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja bílaflotann okkar áfram. Þess í stað þurfum við að nota endurnýjanlega orku. Annað er ósjálfbært. Við þurfum að ná orkuskiptum í vegasamgöngum. Við eigum þegar að baki álíka byltingu þegar við hættum að brenna kolum til að kynda upp húsin okkar og komum þess í stað upp hitaveitu. Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla árið 2030 er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og bílaorkuskiptin ganga raunar vel. Ísland er nú í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar nýskráningar rafbíla, auk þess sem stjórnvöld kynntu fyrr í vikunni aðgerðir sem skipta miklu til að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega fyrir sig.Fjárfesting upp á milljarð Fjármagni verður veitt til uppbyggingar hraðhleðslustöðva um allt land, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Mikilvægt er að koma upp þéttu neti af stöðvum til að koma í veg fyrir sóun og offjárfestingu fólks í stórum og langdrægum rafhlöðum. Einnig verður ráðist í sérstakt verkefni með ferðaþjónustunni, enda áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi afar mikil. Tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi eru bílaleigubílar og lykilatriði að ná þar fram orkuskiptum, þar sem bílaleigubílar verða síðar að heimilisbílum landsmanna þegar þeir eru seldir á eftirmarkaði. Fram undan er síðan að fullvinna tillögur varðandi metan, vetni, lífeldsneyti, orkuskipti í almenningssamgöngum og fleiri mikilvæga þætti. Tilkynnt var um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta á árunum 2019-2020 en heildarfjárfestingin eingöngu af þessari fyrstu upphæð gæti slagað hátt í milljarð, enda er gert ráð fyrir mótframlögum við veitingu fjárfestingarstyrkjanna. Við höfum allt hér á landi sem þarf til að vera í fararbroddi í heiminum í orkuskiptum í samgöngum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar