Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Guðjón H. Hauksson skrifar 13. júní 2019 11:15 Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar