Góða veðrið Kristín Þorsteindsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:30 Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar